Einn látinn eftir skotárás í Texas

Fólk er hvatt til að halda sig innandyra.
Fólk er hvatt til að halda sig innandyra. AFP

Einn er látinn og að minnsta kosti tuttugu eru særðir eftir að maður hóf skothríð í borginni Odessa í Texas í Bandaríkjunum. Samkvæmt lögregluembætti borgarinnar voru fórnarlömb valin af handahófi en lögregla skaut manninn til bana.

Árásarmaðurinn rændi póstbíl, keyrði um götur borgarinnar og skaut fólk af handahófi. 

Fyrstu fréttir bentu til þess að árásarmennirnir væru mögulega tveir en nú er talið að um einn mann hafi verið að ræða.

Árásarmaðurinn var skotinn til bana í grennd við kvikmyndahús í Odessa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert