Samkvæmt veðurspám mun fellibylurinn Dorian skella á norðanverðum Bahamaeyjum af fullum krafti í dag og staldra þar við í meira en sólarhring. Dorian er orðinn að fimmta stigs fellibyl að mati bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar, NHC, og mun vindstyrkur ná allt að 74 metrum á sekúndu.
Á Grand Bahama er undirbúningur að ná hámarki, en þrátt fyrir að íbúar séu flestu vanir þegar ofsaveður og fellibyljir eru annars vegar er reiknað með að Dorian verði versti bylur í sögu eyjarinnar.
Emmanuel Smith á veitingastað á eyjunni en hann hefur margoft komið til Íslands og á hér fjölda vina. „Við erum að búa okkur undir gjöreyðileggingu. Venjulega fer fellibylur yfir á nokkrum klukkustundum en samkvæmt spám mun hann vera hér í tvo sólarhringa. Það er verið að loka öllu, byrgja allt og koma því í skjól sem hægt er. Svo er bara að bíða, vona og biðja,“ segir Emmanuel.
Emmanuel Smith er mikill Íslandsvinur og þessi mynd var tekin þegar hann var hér á landi í fyrra.
mbl.is/
Nú þegar eru eyjarnar farnar að finna fyrir vindum og regni frá yfirvofandi fellibyl sem er af stærðargráðu fimm líkt og fyrr segir. Aðstæður munu einungis versna meðan Dorian staldrar við á Bahamaeyjum en eins og áður segir benda spár til þess að hann muni staldra þar við í meira en sólarhring.
Búið er að loka flugvellinum og aflýsa öllum flugferðum.
mbl.is/Lyndah Wells
Búist er við að fellibylurinn hafi í för með sér sjávarflóð sem munu hækka yfirborð vatns um 5-6 metra.
Verið er að byrgja fyrir glugga eftir bestu getu.
mbl.is/Lyndah Wells
Enn er óvíst hvort eða hvenær fellibylurinn skellur á Bandaríkjunum. Ef hann nær ekki til Bandaríkjanna mun hann þó að öllum líkindum hafa þar mikil áhrif vegna veðurofsans sem honum fylgir þótt fjarlægðin á milli hans og Bandaríkjanna verði líklega einhver.
Öllum flugvélum á eyjunni verður flogið burt á næstu klukkustundum.
mbl.is/Lyndah Wells
Íbúar byrgja sig upp af bensíni en óvíst er hvenær allt kemst í samt lag á ný. Venjulega tekur það margar vikur.
mbl.is/Lyndah Wells
Fylgst með fréttum.
mbl.is/Lyndah Wells
Pelican Bay hótelið sem margir Íslendingar hafa heimsótt. Nú er búið að byrgja alla glugga og undirbúa það eins vel og hægt er.
mbl.is/Lyndah Wells
Ferðagashellur rjúka út enda verður eyjan að öllum líkindum vatns- og rafmagnslaus næstu vikur.
mbl.is/Lyndah Wells
Flugvöllurinn er lokaður eins og sjá má og engin leið að komast af eyjunni nema í einkaflugvélum.
mbl.is/Lyndah Wells
Íbúar standa þétt saman.
mbl.is/Lyndah Wells
Íbúar Grand Bahama hafa þó ekki tapað gleðinni þótt hörmungar séu yfirvofandi.
mbl.is/Lyndah Wells
Búast má við miklu vatnstjóni þar sem Dorina verður undan suðurströnd eyjunnar töluvert lengi.
mbl.is/Lyndah Wells
Menn virða hörðum höndum að undirbúningi.
mbl.is/Lyndah Wells
Búið að loka.
mbl.is/Lyndah Wells