Hamfaraástand á Bahamaeyjum

Bandaríkjaforseti fundaði í dag með almannavörnum.
Bandaríkjaforseti fundaði í dag með almannavörnum. AFP

„Hamfaraástand“ er nú á Bahamaeyjum að sögn bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar, en bylurinn Dorian gengur þar yfir. Vindhraði hefur náð 82 metrum á sekúndu og bætir enn í að sögn veðurfræðinga.

„Þetta er lífshættulegur bylur. Íbúar ættu að leita skjóls sem fyrst,“ segir í tilkynningu frá miðstöðinni. Fellibylurinn er á norðurvesturleið og er búist við að hann gangi yfir Flórída í Bandaríkjunum næsta sólarhringinn. Af þeim sökum aflýsti Donald Trump Bandaríkjaforseti komu sinni á minningarathöfn sem fram fór í Póllandi í dag, er 80 ár eru liðin frá upphafi seinni heimsstyrjaldar.

Beðið eftir storminum í Flórída.
Beðið eftir storminum í Flórída. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert