Sjö eru látnir og 19 særðir eftir skotárás í vesturhluta Texas í Bandaríkjunum í gær. Um er að ræða aðra skotárásina í Texas á mánuði. Árásin í gær er jafnframt 281. fjöldaskotárásin á árinu í Bandaríkjunum.
Lögregla skaut árásarmanninn til bana fyrir utan kvikmyndahús í borginni Odessa í Texas.
Áður hafði hann skotið að ökumönnum og fólki sem var á ferð um borgina en árásarmaðurinn hóf skothríðina eftir að tveir lögreglumenn stöðvuðu hann á Midland-þjóðveginum við öryggiseftirlit.
Árásarmaðurinn var hvítur maður á fertugsaldri en ekki er vitað hvað bjó að baki árásinni.