83 metrar á sekúndu

AFP

Aldrei hef­ur jafn kraft­mik­ill storm­ur og Dori­an gengið á land á Bahama­eyj­um frá því mæl­ing­ar hóf­ust. Þök húsa hafa rifnað af enda mæl­ist vind­hraðinn 83 metr­ar á sek­úndu. 

Dori­an er fimmta stigs felli­byl­ur og ekk­ert sjötta stig er til. Hluti Abaco-eyj­anna er kom­inn und­ir vatn eft­ir gríðarleg flóð þar í kjöl­far Dori­an. Lýst hef­ur verið yfir neyðarástandi í Flórída, Georgíu og Norður- og Suður-Karólínu en felli­byl­ur­inn er vænt­an­leg­ur þangað á næst­unni og hef­ur íbú­um við strönd ríkj­anna verið gert að yf­ir­gefa heim­ili sín. 

Íbúar Bahama­eyja hafa birt mynd­ir og mynd­skeið á sam­fé­lags­miðlum þar sem sést að Dori­an hef­ur leikið eign­ir þeirra grátt. Heim­ili á floti í strand­bæj­um, bíl­ar eins og hráviði, tré sem hafa rifnað upp frá rót­um og lausa­mun­ir sem hafa tekið flugið. 

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur beðið Banda­ríkja­menn að biðja fyr­ir íbú­um Bahama­eyja. Hann greindi frá því á Twitter og eins á blaðamanna­fundi að von væri á felli­byln­um til Ala­bama en veður­stof­an hef­ur leiðrétt þann mis­skiln­ing for­set­ans. Trump seg­ist ekki vera viss um að hafa nokk­urn tíma áður heyrt um fimmta stigs felli­byl en þetta er að minnsta kosti í fimmta skiptið sem hann lýs­ir yfir undr­un sinni á svo öfl­ug­um felli­bylj­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert