Rekinn skömmu fyrir árásina

Árásarmaðurinn komst í kast við lögin árið 2002 og flúði …
Árásarmaðurinn komst í kast við lögin árið 2002 og flúði meðal annars af vettvangi þegar lögregla reyndi að handtaka hann. Hann hefði því ekki átt að geta keypt riffilinn sem hann notaði á laugardag. AFP

Árásarmaðurinn sem skaut sjö til bana og særði 22 í borgunum Odessa og Midland í Texas á laugardag var rekinn úr starfi sínu sem vörubílstjóri nokkrum klukkustundum áður en hann lét til skarar skríða. Reuters greinir frá. 

Minningarathöfn fór fram í Odessa í gær þar sem fórnarlambanna var minnst og voru hundruð íbúa viðstödd athöfnina. 

Árásarmaðurinn hóf skotárás­ina eft­ir að tveir lög­reglu­menn stöðvuðu hann á Midland-þjóðveg­in­um við ör­ygg­is­eft­ir­lit þegar hann gaf ekki stefnu­ljós. Áður en hann stöðvaði bif­reiðina dró hann fram riff­il og skaut í átt að lög­reglu­bíln­um. Einn lög­regluþjónn særðist og upp­hófst elt­inga­leik­ur þar sem árásarmaðurinn stal póst­bíl og skaut á flesta þá sem urðu á vegi hans. Lög­regla skaut árás­ar­mann­inn til bana fyr­ir utan kvik­mynda­hús í Odessa.

Lögreglan rannsakar nú fimmtán mismunandi staði í borgunum tveimur þar sem árásarmaðurinn skaut á vegfarendur. Lög­reglu­v­arðstjór­inn Michael Gerke segist hins vegar ekki geta verið full­viss um hvað árás­armaður­inn ætlaði sér. 

Árásarmaðurinn komst í kast við lögin árið 2002 og flúði meðal annars af vettvangi þegar lögregla reyndi að handtaka hann. Hann hefði því ekki átt að geta keypt riffilinn sem hann notaði á laugardag. Lögreglan hefur ekki gefið upp hvar og hvernig maðurinn komst yfir skotvopnið. 

Hundruð í búa komu saman í Odessa í gær til …
Hundruð í búa komu saman í Odessa í gær til að minnast fórnarlambanna. AFP

Slakað á byssulöggjöf daginn eftir árásina

Ný byssulög tóku gildi í Texas í gær, lög sem voru samþykkt á ríkisþinginu fyrir sumarfrí. Lögin veita byssueigendum ýmsar tilslakanir, en nú er til að mynda ekki hægt að banna skráðum byssueigendum að geyma skotvopn og skot í læstum bílum á skólalóð, svo lengi sem vopnið er ekki sýnilegt. 

Aðrar breytingar fela meðal annars í sér að nú má geyma skotvopn og skot á öruggum stað á fósturheimilum í sjálfsvarnarskyni og þá má ekki kæra íbúa í Texas fyrir að bera skammbyssu þegar þeir eru fluttir frá heimilum sínum sökum hamfara. Samkvæmt nýju lögunum má bera vopn í kirkjum, bænahúsum gyðinga og öðrum tilbeiðsluhúsum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert