„Sumir hafa misst allt

00:00
00:00

Sjö eru látn­ir á Bahama­eyj­um eft­ir að felli­byl­ur­inn Dori­an fór þar yfir og eyðilegg­ing­in er gríðarleg. „Sum­ir hafa misst allt. Heim­ili sín, mögu­leika á sam­göng­um, rekstri. Þeir eiga bók­staf­lega ekk­ert,“ seg­ir Nathaniel Robin­son sókn­ar­prest­ur.

Dregið hef­ur úr styrk Dori­an en þrátt fyr­ir það er mik­il hætta tal­in á ferðum þegar felli­byl­ur­inn kem­ur að landi á suðaust­ur­strönd Banda­ríkj­anna. 

For­sæt­is­ráðherra Bahama­eyja, Hubert Minn­is, seg­ir að felli­byl­ur­inn Dori­an sé með al­var­leg­ustu nátt­úru­ham­förum sem landið hef­ur staðið frammi fyr­ir. Hann ótt­ast að fleiri hafi lát­ist. „Við get­um átt von á að dán­artal­an hækki þar sem þetta eru aðeins bráðabirgðaupp­lýs­ing­ar,“ sagði Minn­is á fundi með blaðamönn­um í gær­kvöldi. 

Á sama tíma og Dori­an hverf­ur á braut kem­ur eyðilegg­ing­in og tjónið í ljós. How­ard Armstrong sem er krabba­veiðimaður lýsti flóðbylgj­unni sem gekk yfir heim­ili hans en hann seg­ir að hún hafi verið sex metr­ar hið minnsta. Þau hafi gert allt rétt í fyrstu en þegar á leið var eins og húsið hefði lent í þvotta­vél. Rætt var við Armstrong í frétt­um CNN.

„Eig­in­kona mín of­kæld­ist þar sem hún stóð ofan á eld­hús­skáp­un­um þangað til að þeir gáfu sig. Ég var hjá henni og hún drukknaði hjá mér,“ seg­ir Armstrong sem slapp naum­lega. 

Mynd­ir frá Great Abaco Is­land sýna eyðilegg­ingu, hundruð heim­ila án þaks, bíla liggja á hvolfi eins og hráviði og rusl úti um allt.

Flug­braut­irn­ar á alþjóðlega flug­vell­in­um í Freeport, sem er stærsta borg eyj­anna, eru und­ir vatni sem ger­ir björg­un­ar­starf erfiðara en ann­ars væri. Sjúkra­húsið er einnig á floti og hafa sjúk­ling­ar neyðst til þess að yf­ir­gefa það og koma sér í neyðar­skýli. Banda­ríska strand­gæsl­an hef­ur sent þyrl­ur á vett­vang og eru áhafn­ir þeirra að reyna að bjarga fólki sem er inni­lokað á heim­il­um sín­um. 

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur beðið þjóð sína að sofna ekki á verðinum því þrátt fyr­ir að dregið hafi úr styrk Dori­an get­ur eyðilegg­ing­in orðið gíf­ur­leg. Um eitt í nótt mæld­ist vind­hraði Dori­an 49 metr­ar á sek­úndu sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá banda­rísku felli­byljamiðstöðinni. 

Hér er hægt að fylgj­ast með ferð Dori­an

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert