40 metrar á sekúndu

Mjög hefur dregið úr styrk fellibyljarins Dorian og er hann nú skráður fyrsta stigs stormur. Dorian nálgast strönd Norður-Karólínu og er vindhraðinn 40 metrar á sekúndu.

Bandaríska fellibyljamiðstöðin gerir ráð fyrir því að smátt og smátt dragi úr krafti Dorian á leið sinni um Bandaríkin.

Stjórnvöld á Bahamaeyjum hafa gefið út að 30 hafi látist þegar fellibylurinn fór yfir eyjarnar en vara um leið við því að tala látinna eigi eftir að hækka. Verið er að flytja 200 líkpoka og dánardómstjóra til Abaco en eyjan varð verst úti og eyðileggingin þar gríðarleg. Hundraða, jafnvel þúsunda, er saknað á eyjunum Abaco og Grand Bahama.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert