Ákvörðun Johnsons lögmæt

Kaupsýslukonan Gina Miller les upp yfirlýsingu sína í dag.
Kaupsýslukonan Gina Miller les upp yfirlýsingu sína í dag. AFP

Dóm­stóll í London, höfuðborg Bret­lands, hef­ur vísað frá dóms­máli sem höfðað var til þess að hnekkja ákvörðun Bor­is John­sons, for­sæt­is­ráðherra Bet­lands, um að ljúka yf­ir­stand­andi þingi 12. sept­em­ber og að nýtt þing kæmi sam­an um miðjan októ­ber.

Málið var höfðað af hópi fólks und­ir for­ystu kaup­sýslu­kon­unn­ar Ginu Miller en John Maj­or, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, var á meðal þeirra sem studdu máls­höfðun­ina. Tel­ur hóp­ur­inn ákvörðun­ina fara gegn óritaðri stjórn­ar­skrá Bret­lands.

Dóm­ar­inn sem kvað upp dóm­inn, Ian Burnett, sagði að ekki væri annað hægt en að vísa mál­inu frá en hins veg­ar hefði verið fall­ist á að heim­ila áfrýj­un þeirr­ar niður­stöðu til Hæsta­rétt­ar Bret­lands. Hafa máls­hefjend­ur ákveðið að áfrýja mál­inu.

Málið verður tekið fyr­ir af Hæsta­rétti Bret­lands 17. sept­em­ber. Miller las upp yf­ir­lýs­ingu fyr­ir utan dóms­húsið, eft­ir að dóm­ur­inn lá fyr­ir, þar sem máls­hefjend­ur teldu sig full­trúa allra Breta, bæði í dag og kyn­slóða framtíðar­inn­ar, auk full­trúa­lýðræðis­ins.

Dóm­stóll í Skotlandi hafði áður kom­ist að þeirri niður­stöðu fyrr í þess­um mánuði að ákvörðun John­sons væri ekki ólög­mæt í dóms­máli sem 75 þing­menn úr ýms­um stjórn­mála­flokk­um höfðuðu vegna ákvörðunar for­sæt­is­ráðherr­ans.

Fjallað er um málið á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert