Fögnuðu fyrsta skrefinu

00:00
00:00

Leiðtog­ar vest­ur­velda, þeirra á meðal Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti, Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti og Ang­ela Merkel kansl­ari Þýska­lands, fögnuðu í dag fanga­skipt­um Rúss­lands og Úkraínu sem sögð eru marka fyrstu skref­in í átt að sátt eft­ir fimm ára spennu og átök ríkj­anna á milli. Tvær flug­vél­ar tóku á loft frá Moskvu og Kænug­arði á sama tíma með 35 fanga inn­an­borðs hvor.

Fjöl­skyld­ur úkraínsku fang­anna af­hentu þeim mörg­um hverj­um blóm­sveigi, grát­andi af gleði. Meðal fang­anna voru 24 úkraínsk­ir sjó­menn, kvik­mynda­gerðarmaður­inn Óleg Sentsof og hálfrúss­neski blaðamaður­inn Kíríló Visj­in­skíj. „Við höf­um stigið fyrsta skrefið,“ sagði Volodímír Selenskíj, for­seti Úkraínu, eft­ir að hafa tekið á móti föng­un­um. „Við þurf­um að stíga þau öll til að ljúka þessu skelfi­lega stríði,“ sagði hann.

Trump sagði að um risa­stórt skref væri að ræða í átt að friði. Merkel sagði fanga­skipt­in merki um von­ar­neista. Macron fagnaði því sér­stak­lega að Sentsof hefði verið sleppt. „Við höf­um alltaf staðið við bakið á hon­um,“ sagði hann, en Sentsof er fræg­asti póli­tíski fangi Úkraínu. Hann var hand­tek­inn árið 2014 og afplánaði tutt­ugu ára dóm fyr­ir að hafa skipu­lagt meinta hryðju­verka­árás á Krímskaga.

Eitt lyk­il­vitna af­hent Rúss­um

Allt frá kjöri Selenskíjs á þessu ári hef­ur spenna vaxið enn frek­ar milli Rússa og Úkraínu­manna, en Macron hef­ur hvatt til þess að leiðtog­ar Úkraínu, Rúss­lands, Frakk­lands og Þýska­lands komi sam­an og ræði mál­in í þess­um mánuði.

Rík­is­sjón­varp Rúss­lands sýndi frá komu fang­anna í Rússlandi, en meðal þeirra var Vla­dímír Tsjemak, skæru­liði aðskilnaðarsinna, sem er sagður eitt lyk­il­vitna í tengsl­um við árás­ina á flug­vél Malaysia Air­lines, MH17, sem var á leið frá Amster­dam til Kuala Lump­ur og var skot­in niður yfir Úkraínu.

Kvikmyndaleikstjórinn Óleg Sentsof ásamt dóttur sinni við komuna til Úkraínu.
Kvik­mynda­leik­stjór­inn Óleg Sentsof ásamt dótt­ur sinni við kom­una til Úkraínu. AFP
Einn fanganna 35 sem Rússland afhenti Úkraínumönnum.
Einn fang­anna 35 sem Rúss­land af­henti Úkraínu­mönn­um. AFP
Úkraínskur fangi heilsar fjölskyldu sinni við komuna heim til Úkraínu.
Úkraínsk­ur fangi heils­ar fjöl­skyldu sinni við kom­una heim til Úkraínu. AFP
Fjölskyldur fanganna biðu í ofvæni eftir að fá að hitta …
Fjöl­skyld­ur fang­anna biðu í of­væni eft­ir að fá að hitta ást­vini sína. AFP
Fangi faðmar skyldmenni sín eftir að hafa verið í haldi …
Fangi faðmar skyld­menni sín eft­ir að hafa verið í haldi Rússa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert