1.400 létust í hitabylgjunni í Frakklandi

Buzyn segir það varúðarráðstöfunum að þakka að dauðsföll væru þó …
Buzyn segir það varúðarráðstöfunum að þakka að dauðsföll væru þó tíu sinnum færri en árið 2003. AFP

Hitametin féllu hvert af öðru í Frakklandi og víðar á meginlandi Evrópu í sumar. Heilbrigðisráðherra Frakklands tilkynnti í dag að 1.435 dauðsföll hefðu verið rakin til hitabylgjunnar.

Þetta kom fram í máli Agnés Buzyn í útvarpsviðtali í dag, en helmingur þeirra sem létust var yfir 75 ára að aldri.

Buzyn sagði það varúðarráðstöfunum að þakka að dauðsföll væru þó tíu sinnum færri en þegar hitabylgja af þessum skala gekk yfir árið 2003 þegar á annan tug þúsunda Frakka lést.

Hitinn fór mest upp í 46 stig í Frakklandi í júní og þá var hitamet Parísar slegið í júlí þegar hiti fór í 42,6 stig. Munu 567 hafa látist í fyrri hitabylgjunni sem reið yfir í lok júní og fram í byrjun júlí, og 868 í þeirri síðari, sem stóð frá 21. til 27. júlí.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert