Lituðu ána skærgræna í mótmælaskyni

Áin sem rennur í gegnum Limmat er skærgræn að lit.
Áin sem rennur í gegnum Limmat er skærgræn að lit. AFP

Aðgerðasinnar í loftslagsmálum lituðu ána Limmat sem liggur í gegnum svissnesku borgina Zürich græna. Þeir mótmæla núverandi ástandi í loftslagsmálum „og vilja vekja athygli á að kerfið hrynur ef ekkert verður að gert og segja okkur lifa í eitruðu umhverfi“. Nokkrir einstaklingar létu sig fljóta niður ána líkt og dauðir væru í mótmælaskyni. 

Samtökin, sem nefnast The Extinction Rebellion movement, fullyrða að skærgræni liturinn skaði ekki umhverfið. Efnið sé unnið úr hlandi og álíka óumhverfisvænt og borðsalt.  

Upp úr hádegi bárust lögreglunni í Sviss athugasemdir um litinni á ánni. Unnið er að því að greina efnið í litnum.

Samtökin hafa boðað frekari mótmæli í Sviss á næstu tveimur vikum. Þau fara fram meðal annars í borgunum Luzern, Lausanne og Genf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert