„Þið munuð kæfa mig“

Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var drepinn á ræðismannaskrifstofu heimalands síns …
Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var drepinn á ræðismannaskrifstofu heimalands síns í Tyrklandi. AFP

Loka­orð sádi­ar­ab­íska blaðamanns­ins Jamals Khashogg­is voru að biðja morðingja sína að hylja ekki munn sinn af því að hann væri með ast­ma og gæti kafnað. Þetta kem­ur fram í tyrk­neska dag­blaðinu Sa­bah sem hef­ur birt nýtt af­rit af upp­tök­um af sam­ræðum Khashogg­is við liðsmenn sádi­ar­ab­íska teym­is­ins sem var sent til að drepa hann.

Guar­di­an seg­ir Sa­bah hafa náin tengsl við tyrk­nesk stjórn­völd, en blaðið seg­ir tyrk­nesku leyniþjón­ust­una hafa und­ir hönd­um upp­tök­ur af hrotta­legu morði á Khashoggi og meintri sund­urlimun á líki hans sem á að hafa átt sér stað á ræðismanns­skrif­stofu Sádi-Ar­ab­íu í Ist­an­búl 2. októ­ber í fyrra.

Sam­kvæmt end­ur­rit­inu seg­ir Maher Abdulaziz Mutreb, einn liðsmaður teym­is­ins, við Khashoggi að þeir verði að taka hann með sér aft­ur til Riya­dh í Sádi-Ar­ab­íu af því að In­terpol hafi gefið út skip­un gegn hon­um. Khashoggi heyr­ist mót­mæla þessu og seg­ir eng­in mála­ferli í vinnslu gegn sér og að unn­usta sín bíði eft­ir sér fyr­ir utan.

Þá heyr­ast Mutreb og ann­ar maður reyna að neyða Khashoggi til að senda syni sín­um skila­boð og biðja hann að hafa ekki áhyggj­ur þótt hann heyri ekk­ert frá hon­um. Þessu á Khashoggi að hafa neitað. „Ég skrifa ekk­ert,“ sagði hann.

Því svar­ar Mutreb til: „Hjálpaðu okk­ur svo við get­um hjálpað þér. Af því að á end­an­um þá mun­um við taka þig með til Sádi-Ar­ab­íu og ef þú hjálp­ar okk­ur ekki þá veistu hvað mun ger­ast á end­an­um.“

Sa­bah birti einnig loka­orð Khashogg­is áður en hon­um á að hafi verið gefið lyf sem olli meðvit­und­ar­leysi.

„Ekki hylja munn­inn á mér,“ sagði hann. „Ég er með ast­ma. Ekki gera það. Þið munuð kæfa mig.“

Sum atriði end­ur­rits­ins höfðu þegar komið fram í skýrslu sem Sam­einuðu þjóðirn­ar birtu í júní. Í þeirri skýrslu var full­yrt að Sádi-Ar­ab­ía bæri ábyrgð á morðinu og að rann­saka þyrfti þátt krón­prins­ins Mohammeds bin Salm­ans.

Sádi­ar­ab­ísk yf­ir­völd veittu í upp­hafi marg­ar mögu­leg­ar skýr­ing­ar á hvarfi Khashogg­is áður en sú skýr­ing var gef­in að hann hefði verið myrt­ur af sádi­ar­ab­ísk­um emb­ætt­is­mönn­um sem hefðu tekið mál­in í eig­in hend­ur. Khashoggi hefði svo lát­ist eft­ir að til átaka kom inni á ræðismanns­skrif­stof­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert