Óttast annan fellibyl á Bahamaeyjum

Lægðin liggur nú yfir hluta Bahamaeyja og gæti breyst í …
Lægðin liggur nú yfir hluta Bahamaeyja og gæti breyst í fellibyl á næstu dögum. AFP

Hitabeltislægð sem gengur nú yfir Bahamaeyjar gæti breyst í fellibyl á næstu tveimur dögum, aðeins tveimur vikum eftir að fellibylurinn Dorian gekk þar yfir og jafnaði þúsundir bygginga við jörðu með tilheyrandi mannfalli.

BBC greinir frá.

Lægðin, sem kölluð er hitabeltislægð níu, er nú þegar byrjuð að valda vandræðum á Bahamaeyjum með mikilli rigningu og öflugum vindhviðum. Að minnsta kosti 1.300 er enn saknað á Bahamaeyjum eftir Dorian og yfirvöld óttast mjög að lægðin muni hindra leitar- og björgunarstörf og jafnvel valda flóðum.

Talið er að vindhraði geti náð allt að 12,5 metrum á sekúndu á næstu dögum.

„Ég vona að lægðin muni ekki hindra björgunarstörf og við höfum gripið til varúðarráðstafana vegna hennar,“ sagði Carl Smith frá samtökunum NEMA (National Emergency Management Agency) við fjölmiðla.

Að minnsta kosti 50 fórust þegar Dorian gekk yfir Bahamaeyjar …
Að minnsta kosti 50 fórust þegar Dorian gekk yfir Bahamaeyjar og 1.300 er saknað. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert