Breski Íhaldsflokkurinn eykur fylgi sitt

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Fylgi breska Íhalds­flokks­ins hef­ur auk­ist sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar þrátt fyr­ir að gengið hafi á ýmsu hjá rík­is­stjórn flokks­ins að und­an­förnu og þá einkum í tengsl­um við fyr­ir­hugaða út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Fram kem­ur á frétta­vef breska dag­blaðsins Guar­di­an að fylgi Íhalds­flokks­ins mæl­ist 37% sam­kvæmt skoðana­könn­un­inni sem gerð var af fyr­ir­tæk­inu Op­ini­um. Hef­ur fylgið auk­ist um 2% frá sam­bæri­legri könn­un í síðustu viku. Verka­manna­flokk­ur­inn mæl­ist hins veg­ar með 25%, Frjáls­lynd­ir demó­krat­ar 16% og Brex­it­flokk­ur­inn með 13%.

Skoðana­könn­un­in var gerð eft­ir að Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, sleit breska þing­inu á þriðju­dag­inn og skosk­ur dóm­stóll komst í kjöl­farið að þeirri niður­stöðu að þingslit­in hefðu ekki verið lög­leg en þeirri niður­stöðu hef­ur rík­is­stjórn­in áfrýjað til Hæsta­rétt­ar Bret­lands. Niðurstaða í mál­inu er vænt­an­leg.

Meiri­hluti þeirra sem styðja Íhalds­flokksinns sam­kvæmt könn­un­inni greiddu at­kvæði með því í þjóðar­at­kvæðinu 2016 að Bret­land segði skilið við Evr­ópu­sam­bandið eða 55%. Þá segj­ast 19% þeirra sem studdu áður Verka­manna­flokk­inn og kusu með út­göngu að þeir styðji nú Íhalds­flokk­inn. Fram kem­ur að vís­bend­ing­ar séu um að afstaða til út­göng­unn­ar ráði frek­ar í dag af­stöðu fólks en hefðbund­in flokkapóli­tík.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert