Loftmengun hefur áhrif á fóstur

AFP

Leifar loftmengunar hafa fundist í fylgjum sem bendir til þess að ófædd börn séu í beinni hættu frá fíngerðu kolefni sem verður til í umferð bíla við brennslu eldsneytis. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem fjallað er um á vef Guardian. Þetta er fyrsta rannsóknin á þessu sviði og leiðir hún í ljós að slíkar agnir var að finna í hverri einustu fylgju sem rannsökuð var.

Rannsóknin sýnir fram á að loftmengun eykur líkur á fósturláti, fyrirburafæðingum og fæðingu léttbura. 

Allt þetta getur haft áhrif á barnið alla ævi en fósturskeiðið er viðkvæmasta skeiðið, allt frá getnaði til grafar. Öll líffæri eru að myndast og segir Tim Nawrot prófessor við Hasselt-háskólann í Belgíu nauðsynlegt að draga úr mengun til þess að vernda komandi kynslóðir. Hann segir ábyrgð ríkisstjórna mikla og nauðsynlegt sé að draga úr bílaumferð. Eins eigi fólk að forðast að fara leiðir þar sem umferðarþunginn er mikill.

Sjá nánar á vef Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka