Brak úr drónum og eldflaugum staðfesti aðkomu Írans

Colonel Turki bin Saleh al-Malki, talsmaður varnarmálaráðuneytisins í Sádi-Arabíu, kynnir …
Colonel Turki bin Saleh al-Malki, talsmaður varnarmálaráðuneytisins í Sádi-Arabíu, kynnir niðurstöður ráðuneytisins sem lét rannsaka brak úr drónum og eldflaugum sem gerðu árásir á olíustöðvar í landinu um helgina. AFP

Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu fullyrðir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á tvær olíu­vinnslu­stöðvar í landinu um helg­ina staðfesti að Íranar séu á bak við árásirnar. 

Gögn ráðuneytisins sýna fram á að 18 drónum og sjö eldflaugum hafi verið skotið úr átt sem útiloki að skotstaðurinn sé í Jemen. Vængur af írönskum dróna auk gagna sem gefi til kynna að um íranskan dróna hafi verið að ræða er meðal þess sem ráðuneytið segir að fundist hafi í brakinu. 

Stjórnvöld í Íran hafa ítrekað hafnað öllum ásökunum um aðild sína að árásunum og for­seti Írans, Hass­an Rou­hani, seg­ir Jemena á bak við árásirnar og að með þeim vilji árás­ar­menn­irn­ir vara við frek­ari hernaðaraðgerðum vegna hernaðar Sádi-Ar­aba, með stuðningi Banda­ríkja­manna, í Jemen.

Brak úr drónum og eldflaugum sanna að Íran standi á …
Brak úr drónum og eldflaugum sanna að Íran standi á bak við árásir á olíustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina, að sögn sádi-arabíska varnarmálaráðuneytisins. AFP

Hútar, sem njóta stuðnings Írana og eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda í Jemen, hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum um helgina. Bandarísk yfirvöld saka Írana um árásirnar og það gera Sádar sömuleiðis.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Sádi-Arabíu í gær til að ræða árásirnar sem hann segir vera stríðsaðgerð. 

Með gögnum varnarmálaráðuneytisins fullyrða stjórnvöld í Sádi-Arabíu að sannað sé að Íranar hafi komið að árásunum. Ekki hefur þó tekist að staðfesta að vopnunum hafi verið skotið frá Íran.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ásamt krónprinsi Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman …
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ásamt krónprinsi Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman in Jeddah. Pompeo kom til Sádi-Arabaíu í gær til að ræða árásina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert