Nýjar myndir og myndskeið af Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, þar sem hann sést með svokallað „blackface“, þ.e. þegar einstaklingar mála andlit sitt svart hafa verið birtar í kanadískum fjölmiðlum.
Talið er að birtingin geti minnkað líkur Trudeau á endurkjöri í kosningum í Kanada 21. október.
Trudeau er nýbúinn að biðjast afsökunar á búningi sem hann var í á skólaballi fyrir tæpum tveimur áratugum. Þar skartaði forsætisráðherrann dökkbrúnum andlitsfarða, eða svokölluðu „brownface“.
Fréttastöðin Global News birti mynd af Trudeau frá því snemma á 10. áratug síðustu aldar þar sem sjá má hann í gallabuxum, stuttermabol og með andlitið málað svart; „blackface“.
Trudeau var í kringum tvítugt þegar myndin var tekin. Hann er talinn afar framsækinn í stefnumálin og myndbirtingin þykir afar vandræðaleg.
Global News has obtained video showing Liberal Leader Justin Trudeau in blackface, the third instance of racist dress to come to light in 12 hours. Global's @MercedesGlobal, who broke this story, has more. #cdnpoli #elxn43
— Globalnews.ca (@globalnews) September 19, 2019
Full story: https://t.co/dUE5YnP3p3 pic.twitter.com/cEPUGBhydG