Fuglastofninn hefur minnkað um þriðjung

Fuglastofninn minnkar.
Fuglastofninn minnkar. AFP

Fuglastofninn í norðurhluta Bandaríkjanna og í Kanada hefur minnka um 29% frá árinu 1970, samkvæmt nýrri rannsókn vísindamanna sem greint var frá í vísindatímaritinu Science. Niðurstöðurnar þykja sláandi og hafa áhrif á alla lífkeðjuna.

Mesta fækkunin er á meðal fugla sem lifa á villtum gresjum eða votlendi. Bændur leggja undir sig meira land fyrir ræktun og leggja sig eftir því að eyða skordýrum sem fuglar nærast á. Fuglum sem lifa í skóglendi hefur einnig fækkað því fæðuframboð þeirra hefur einnig minnkað.  

„Við sjáum þessar breytingar alls staðar í heiminum. Land sem er tekið undir ræktun kemur niður á fuglalífinu,“ segir Ken Rosenberg fuglafræðingur við Cornell-háskólann og einn af höfundum skýrslunnar. 

„Við sjáum núna breiður af korni og öðrum nytjaplöntum eins langt og augað eygir, allt er orðið vélvætt og sterílt. Það er ekki lengur pláss fyrir fugla, fánu og náttúru,“ segir hann enn fremur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka