Trudeau biðst aftur afsökunar

Trudeau kemur fyrir fjölmiðla og biðst afsökunar í Winnipeg í …
Trudeau kemur fyrir fjölmiðla og biðst afsökunar í Winnipeg í Kanada í dag. AFP

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem í gær baðst afsökunar fyrir að hafa skartað dökkbrúnum andlitsfarða, svokölluðu „brownface“ á gala-balli á vegum einkaskóla sem hann fór á fyrir nærri tveimur áratugum, endurtók leikinn í dag. Ástæðan er sú að myndband af honum svartmáluðum komst í fjölmiðla.

„Að dekkja andlit þitt, óháð samhenginu eða aðstæðunum, er alltaf óásættanlegt vegna þeirrar rasísku sögu sem fylgir „blackface“,“ sagði Trudeau. „Ég hefði átt að skilja það þá og ég hefði aldrei átt að gera þetta.“

Þá bætti hann við: „Staðreyndin er sú að ég skildi ekki hversu særandi þetta er í garð þeirra sem búa við daglega mismunun. Ég viðurkenni að ég hafi alist upp við forréttindi, en nú þarf ég að viðurkenna að því hafi fylgt mikil skammsýni. Ég biðst innilegrar afsökunar,“ sagði forsætisráðherrann.

Forsætisráðherrann biðst afsökunar í dag.
Forsætisráðherrann biðst afsökunar í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert