15 stunda vinnudagar hjá útlendingastofnun

Horft yfir til Bandaríkjanna í gegnum girðingu á landamærunum í …
Horft yfir til Bandaríkjanna í gegnum girðingu á landamærunum í Tijuana í Mexíkó. AFP

Inn­flytj­enda­stefna Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta hef­ur valdið miklu álagi hjá mexí­kósku út­lend­inga­stofn­un­inni. Stofn­un­in er smá í sniðum og hef­ur aukið álag af harðlínu­stefnu Trumps í inn­flytj­enda­mál­um valdið því að starfs­menn vinna nú 15 stunda vinnu­dag. Þeir ótt­ast nú að álagið eigi eft­ir aukast enn meira nú þegar hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna hef­ur úr­sk­urðað stjórn Trumps í vil og bann verið lagt við af­greiðslu hæl­is­beiðna á landa­mær­un­um.

Í borg­inni Tap­hachula á landa­mær­um Mexí­kó og Gvatemala seg­ist Hond­úrasbú­inn og leigu­bíl­stjór­inn Danny Perez hafa flúið glæpa­gengi í heimalandi sínu með þann draum í huga að setj­ast að í Banda­ríkj­un­um. Inn­flytj­enda­stefna Trumps ger­ir það hins veg­ar að verk­um að sá draum­ur virðist nú fjar­læg­ur og er Perez nú að reyna að skapa sér nýtt líf í Mexí­kó.

Hann get­ur hins veg­ar ekki unnið á meðan hæl­is­um­sókn hans er í vinnu og á eng­an pen­ing eft­ir til að leigja sér her­bergi. „Þetta er ekki auðvelt,“ seg­ir Perez sem sótti um hæli í síðustu viku. Seg­ist hann í sam­tali við Reu­ters hafa áhyggj­ur af að hann muni „bil­ast“.

Eins og er verður hann hins veg­ar að sætta sig við að eyða kvöld­un­um á gang­stétt­inni fram­an við inn­flytj­enda­skrif­stof­una í Tapachula. Þar upp­lif­ir hann sig nokkuð ör­ugg­an inn­an um stöðugan straum inn­flytj­enda á meðan hann reyn­ir að ná sér í kríu und­ir birtu götu­ljós­anna.

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna staðfesti síðasta miðviku­dag stefnu banda­rískra stjórn­valda sem kveður á um að þeir hæl­is­leit­end­ur sem koma til ann­ars rík­is á und­an Banda­ríkj­un­um verði að sækja um hæli þar í landi.

Hælisleitendur bíða í Mexíkómeginn landamæranna.
Hæl­is­leit­end­ur bíða í Mexí­kó­meg­inn landa­mær­anna. AFP

Reyndi sex sinn­um á hálfs­árs tíma­bili

Andres Ramirez, yf­ir­maður mexí­kósku flótta­manna­stofn­un­ar­inn­ar COM­AR seg­ir þetta lík­legt til að auka enn frek­ar á vand­ann í Mexí­kó. „Þetta er áhyggju­efni,“ sagði hann. „Við bú­umst við að fjöld­inn muni aukast enn frek­ar.“

Al­ex­and­er Espin­oza beið í hálft ár. Líf hans snér­ist eitt sinn um það eitt að kom­ast til Banda­ríkj­anna. Espin­oza er frá El Sal­vador og seg­ist hafa reynt 10 sinn­um að kom­ast þangað, m.a. sex sinn­um á hálfs árs tíma­bili. Þegar Trump bætti svo enn í varðandi hat­ursorðræðu í garð inn­flytj­enda ákvað Espin­oza hins veg­ar að gera Mexí­kó að heim­ili sínu.

Hann fékk staðfest­ingu í síðustu viku á stöðu sinni sem flóttamaður eft­ir að hafa beðið frá því í mars. Biðinni er þó ekki lokið því hann á enn eft­ir að fá staðfest­ingu á dval­ar­leyfi, en á meðan hef­ur hann í sig og á með því að flétta arm­bönd sem hann sel­ur.

Jafn­vel áður en hæstirétt­ur staðfesti stefnu Banda­ríkja­stjórn­ar var bú­ist við að COMCAR myndi fá 80.000 um­sókn­ir á þessu ári, sem er meira en helm­ingi fleiri en í fyrra. Bara í síðasta mánuði þre­faldaðist fjöld­inn frá því í fyrra og sóttu alls 8.178 manns þá um.

260 um­sókn­ir á mann

Claudia Briseno, starfsmaður COM­AR, sit­ur við skrif­borð með háa stafla af möpp­um til beggja handa. Hún, líkt og aðrir starfs­menn, hef­ur verið und­ir miklu álagi. Starfs­menn COMCAR eru 63 tals­ins og eru nú að vinna úr 16.350 um­sókn­um sem jafn­gild­ir um 260 um­sókn­um á mann.

Vinnu­dag­arn­ir teygj­ast líka oft í 10, 12 og jafn­vel 15 tíma seg­ir Briseno og rödd henn­ar brest­ur. „Við leggj­um á okk­ur þre­falt álag til að reyna að gefa öll­um aðgang að hæl­is­leit­enda­kerf­inu,“ seg­ir hún.

Búið er að straum­línu­laga kerfið veru­lega, m.a. hversu oft hæl­is­leit­end­ur verða að gefa sig fram við stofn­un­ina. Seg­ir Briseno breyt­ing­arn­ar sem verða á banda­rískri inn­flytj­enda­stefnu nú hins veg­ar kunna að kalla á enn frek­ari breyt­ing­ar.

Hælisleitendur frá Hondúras í Mexíkó. Þessi hópur vonaðist enn eftir …
Hæl­is­leit­end­ur frá Hond­úras í Mexí­kó. Þessi hóp­ur vonaðist enn eft­ir að kom­ast yfir til Banda­ríkj­anna. AFP

Spar­leg­ar fjár­veit­ing­ar til COM­AR eru ekki minnsti vand­inn, en mexí­kósk stjórn­völd út­hlutuðu stofn­un­inni 20 millj­ón­um pesóa í ár. Það jafn­gild­ir 124 millj­ón­um króna og er lægsta fjár­hæð sem stofn­un­in hef­ur fengið á síðasta sjö ára tíma­bili. Gert er ráð fyr­ir að auka fjár­hæðina í 27 millj­ón­ir pesóa á næsta ári, en það er samt fjarri þeim 117 millj­ón­um Pesóa sem Ramirez seg­ir COM­AR þurfa til að sinna hlut­verki sínu.

Geta sótt um hæli í Banda­ríkj­un­um ef um­sókn­inni er hafnað

Þess vegna reiðir COM­AR sig veru­lega á flótta­mannaaðstoð Sam­einuðu þjóðanna sem hef­ur séð stofn­un­inni fyr­ir 112 starfs­mönn­um og aðstoðað við að opna þrjár nýj­ar skrif­stof­ur.

Þar til COM­AR færi auk­in fjár­fram­lög frá mexí­kósk­um stjórn­völd­um verður stuðning­ur við þá hæl­is­leit­end­ur sem vilja setj­ast að í Mexí­kó hins veg­ar áfram af skorn­um skammti seg­ir Enrique Vi­dal, sem er sam­hæf­ing­ar­stjóri mann­rétt­inda­sam­tak­anna Fray Mati­as de Cor­dova.

„Á kerf­is­leg­um grunni skort­ir COM­AR hæfn­ina til að bregðast við þeim heimi sem við búum í,“ sagði Vi­dal.

Fyr­ir suma hæl­is­leit­end­ur kann hæl­is­um­sókn í Mexí­kó þó bara að vera stutt stopp, en sam­kvæmt lög­un­um sem hæstirétt­ur staðfesti geta þeir hæl­is­leit­end­ur sem fyrra ríki hef­ur synjað um hæli sótt um hæli í Banda­ríkj­un­um.

Kúbverj­inn Roger Fu­entes, sem kom til Tapachula í ág­úst, seg­ir Banda­rík­in enn vera fyr­ir­heitna landið.  „Maður verður að sækja um hæli í Mexí­kó, ann­ars hef­ur maður ekki aðra kosti,“ sagði hann og kveðst ekki ætla að reyna að klúðra um­sókn­inni þar þó að hann viti að synj­un­in gæti gert hon­um auðveld­ara um vik að fá hæli í Banda­ríkj­un­um.

Landi hans Teresa Car­do­nell tek­ur í sama streng og seg­ist ótt­ast að vera send aft­ur til Kúbu. Hún er því staðráðin í að reyna að gera allt rétt í Mexí­kó þó að hug­ur­inn stefni enn til Banda­ríkj­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert