Gulvestungar handteknir á loftslagsmótmælum

Lögreglan í París var með mikinn viðbúnað þar sem yfirvöld …
Lögreglan í París var með mikinn viðbúnað þar sem yfirvöld bjuggu sig undir að róttækustu mótmælendurnir úr röðum gulvestunga myndu reyna að smjúga sér inn í loftslagsmótmæli sem boðað er til í borginni í dag. AFP

Yfir hundrað mót­mæl­end­ur voru hand­tekn­ir í mót­mæl­um gul­vestunga í Par­ís í dag. Lög­regl­an var með mik­inn viðbúnað þar sem yf­ir­völd bjuggu sig und­ir að rót­tæk­ustu mót­mæl­end­urn­ir úr röðum gul­vestunga myndu reyna að smeygja sér inn í lofts­lags­mót­mæli sem boðað er til í borg­inni í dag og valda þar usla. 

Um 7.500 lög­reglu­menn eru á vakt í Par­ís í dag vegna mót­mæl­anna, en lofts­lags­mót­mæl­in eru liður í alþjóðlegri lofts­laga­viku þar sem kallað er eft­ir aðgerðum yf­ir­valda um all­an heim gegn lofts­lags­vánni. 

Gul­vestung­ar hófu að mót­mæla víða í Frakklandi á hverj­um laug­ar­degi í nóv­em­ber í fyrra en hafa lítið látið á sér bera í sum­ar. Mót­mæl­in bein­ast gegn Emm­anu­el Macron for­seta og aukn­um álög­um sem fólk tel­ur sig nú þurfa að bera.

Mótmæli gulvestunga í dag eru þau 45. í röðinni.
Mót­mæli gul­vestunga í dag eru þau 45. í röðinni. AFP

„Hvað erum við að gera? Við erum hér sam­an­kom­in til að vekja at­hygli á því að við náum ekki end­um sam­an. Mót­mæl­in eru ekki ein­göngu gegn for­set­an­um, þau eru gegn öllu kerf­inu,“ seg­ir mót­mæl­andi sem ekki vill láta nafns síns getið í sam­tali við AFP-frétta­stof­una. 

Mót­mæli gul­vestunga í dag eru þau 45. í röðinni. Í vor var far­inn að fær­ast auk­inn þungi í mót­mæli hóps­ins og sá lög­regl­an ástæðu til þess í dag að vera við öllu búin. Laust eft­ir há­degi hafði lög­regla hand­tekið 106 manns. Sum­ir hinna hand­teknu voru með hamra og bens­ín­brúsa í fór­um sín­um. 

„Það er komið fram við okk­ur eins og glæpa­menn,“ seg­ir Brigitte, sem var meðal mót­mæl­enda. 

Macron bað al­menn­ing að halda ró sinni. Hann seg­ir það já­kvætt að fólk nýti tæki­færið til að tjá sig en að eng­in ástæða sé til þess að trufla lofts­lags­mót­mæl­in eða menn­ing­ar­viðburði sem fram fara í borg­inni á sama tíma.

Um 7.500 lögreglumenn eru á vakt í París í dag …
Um 7.500 lög­reglu­menn eru á vakt í Par­ís í dag vegna mót­mæl­anna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert