„Nokkuð sem við getum ekki sætt okkur við“

Frá Grozny, höfuðborg rúss­neska sjálf­stjórn­ar­lýðveld­inu Tsjet­sjen­íu.
Frá Grozny, höfuðborg rúss­neska sjálf­stjórn­ar­lýðveld­inu Tsjet­sjen­íu. AFP

Þingmenn Evrópuráðsþingsins (PACE) spurðu ráðamenn í rúss­neska sjálf­stjórn­ar­lýðveld­inu Tétsníu út í pyntingar og fangelsisvist samkynhneigðra karla, réttindi kvenna og minnihlutahópa í sjaldgæfri heimsókn til landsins.

„Við sjáum skýrslur þar sem tekin eru fram alvarleg brot gegn konum og samkynhneigðum; meðal annars fjallað um ólöglegar fangelsisvistanir,“ sagði Evrópuráðsþingmaðurinn Frank Schwabe.

Hann ræddi málið við ráðamenn í Mosvku og Grozny, höfuðborg Tétsníu.

„Þetta er nokkuð sem við getum ekki sætt okkur við,“ sagði Schwabe í samtali við AFP.

Schwabe fundaði ekki með Ramz­an Kadyrov, for­seta Tétsníu, eins og áætlað hafði verið. Hann sagði þó að aðrir fundir hefðu verið ágætir þótt ráðamenn í Tétsníu sinntu ekki réttindum minnihlutahópa.

Síðustu ár hef­ur verið greint frá því að sam­kyn­hneigðir karl­menn hafi flúið landið vegna of­sókna og var Schwabe að fylgja eftir skýrslum sem gerðar hafa verið um málið.

Kadyrov hefur áður sagt að engin mannréttindabrot séu framin í sjálfstjórnarhéraðinu. Hann ítrekaði það fyrir heimsókn Schwabes og sagði slíkar fréttir tilbúning.

„Hérna kvænast menn konum og konur giftast mönnum. Það hefur verið þannig í mörg þúsund ár og verður þannig áfram, sama hvað vesturveldin segja okkur,“ sagði Kadyrov.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert