Baráttan gegn loftslagsvá gerð „sexí“

Umhverfisráðherrann, kynþokkafullur sjálfur, vill að baráttan gegn loftslagsvánni sé það …
Umhverfisráðherrann, kynþokkafullur sjálfur, vill að baráttan gegn loftslagsvánni sé það líka. AFP

Nýr umhverfisráðherra Japans, Shinjiro Koizumi, lofaði fyrr í dag að hann myndi virkja ungt fólk til að ýta landinu, sem notar mikið af kolum, í átt að umhverfisvænni framtíð. Ætlar hann að gera þetta með því að gera baráttuna gegn loftslagsvánni „kynþokkafulla“ og „skemmtilega“.

Reuters greinir frá.

Þetta sagði Koizumi í ræðu sinni á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem umhverfissinnar ætla að setja á loft loftbelg í líki japanska forsætisráðherrans Shinzo Abe að koma úr kolafötu, til að mótmæla áætlunum Japans um að byggja ný kolaknúin orkuver. 

„Í pólitík eru svo mörg vandamál, sum hverra leiðinleg. Þegar tækluð eru stórvæg vandamál eins og loftslagsváin, verður það að vera skemmtilegt, það verður að vera svalt. Það verður að vera kynþokkafullt líka,“ sagði Koizumi. Þá sagði hann að Japan væri staðráðið í að minnka kolefnisfótspor sitt, og „tilbúið í að leggja sitt af mörkum sem öflugt land í baráttunni gegn loftslagsvánni“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert