Timburmenn úrskurðaðir „veikindi“ í Þýskalandi

Í úrskurði dómstólsins, sem fjallað er um á vef BBC, …
Í úrskurði dómstólsins, sem fjallað er um á vef BBC, segir að veikindi skuli vera skilgreind sem öll frávik frá venjulegu ástandi líkamans, þrátt fyrir að þau séu einungis tímabundin. AFP

Ef þú ert þunnur þá ertu veikur. Svo segir í úrskurði héraðsdómstóls í þýsku borginni Frankfurt í máli gegn fyrirtæki sem markaðssetti drykk sem ætlað var að vinna gegn timburmönnum, því líkamlega ástandi sem orsakast af neyslu áfengra drykkja.

Í úrskurði dómstólsins, sem fjallað er um á vef BBC, segir að veikindi skuli vera skilgreind sem öll frávik frá venjulegu ástandi líkamans, þrátt fyrir að þau séu einungis tímabundin.

Engum er heimilt að markaðssetja matvöru eða drykki undir þeim formerkjum að hann geti komið í veg fyrir eða meðhöndlað veikindi, segir einnig í úrskurðinum.

Fyrirtækið sem málið beindist að var ekki nafngreint í úrskurðinum en það lofaði neytendum því að orkudrykkur sinn gæti komið í veg fyrir þreytu, ógleði og höfuðverk, hefðbundna fylgifiska áfengisneyslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert