Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Írana bera ábyrgð á dróna- og eldflaugaárásum sem gerðar voru á tvær olíuvinnslustöðvar ríkisolíufélags Sádi-Arabíu, Aramco, fyrir rúmri viku. Johnson fundar með forseta Írans síðar í vikunni.
Johnson útilokar ekki að gripið verði til hernaðaraðgerða gegn Írönum vegna málsins.
Bandaríkin saka Íran um að bera ábyrgð á árásunum en stjórnvöld í Íran hafa ítrekað hafnað öllum ásökunum um aðild sína og forseti Írans, Hassan Rouhani, forseti Írans, segir Jemena á bak við árásirnar og að með þeim vilji árásarmennirnir vara við frekari hernaðaraðgerðum vegna hernaðar Sádi-Araba, með stuðningi Bandaríkjamanna, í Jemen.
Johnson sagði að það væri mjög líklegt að ábyrgðin væri Írana. Hann sagði að Bretar myndu fylgjast með til hvaða aðgerða Bandaríkin og Sádi-Arabía vildu grípa.
Í því samhengi væru hernaðaraðgerðir ekki útilokaðar en Johnson nefndi einnig viðskiptaþvinganir.
Johnson fundar með Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Auk þess mun hann síðar funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem árásirnar verða ræddar.