Liggi beinast við að halda kosningar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum í dag. AFP

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, ítrekaði í dag ákall sitt eftir því að boðað yrði til nýrra þingkosninga í landinu en til þess þarf stuðning 2/3 neðri deildar breska þingsins.

Verkamannaflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hefur í tvígang á undanförnum vikum neitað að styðja tillögu um að boðað verði til nýrra kosninga eftir að leiðtogi flokksins, Jeremy Corbyn, hafði áður ítrekað kallað eftir kosningum undanfarin tvö ár.

Forystumenn Verkamannaflokksins segjast fyrst vilja sjá til þess að Bretland gangi ekki úr Evrópusambandinu 31. október án útgöngusamnings áður en þeir styðji kosningar.

Johnson sagði í dag að það lægi beinast við að boða til þingkosninga í kjölfar þess að hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði staðið með ólögmætum hætti að þeirri ákvörðun sinni að senda þingið heim fyrr í þessum mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert