Lík Francos fjarlægt úr grafhýsi

Frá grafreit Francos, þaðan sem jarðneskar leifar hans verða fluttar.
Frá grafreit Francos, þaðan sem jarðneskar leifar hans verða fluttar. AFP

Hæstiréttur Spánar komst að þeirri niðurstöðu í morgun að heimilt væri að grafa upp jarðneskar leifar einræðisherrans Franciscos Francos og flytja þær úr grafhýsi í grennd við Madríd.

Ríkisstjórn Spánar samþykkti flutninginn í síðasta mánuði en stjórnin vill ekki að Spánn heiðri minningu einræðisherra. Afkomendur Francos mótmæltu ákvörðuninni en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Einræðisherrann Francisco Franco.
Einræðisherrann Francisco Franco. AFP

Franco var ein­ræðis­herra yfir Spáni 1936-1975. Hann var grafinn í grafhýsi rétt utan við Madríd sem hann lét byggja eftir borgarastríðið á Spáni á fjórða áratug síðustu aldar. Þar hvíla hermenn sem féllu í stríðinu.

Allir dómarar hæstaréttar voru sammála og verða jarðneskar leifar Francos fluttar í kirkjugarð norður af Madríd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert