Trump víttur fyrir að hæðast að Thunberg

Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti töluverða reiði á samfélagsmiðlum þegar hann hæddist á Twitter að ræðu sem hin sænska Greta Thunberg hélt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna  í gær.

Þessi 16 ára sænski aðgerðasinni lýsti með miklum tifinningahita hvernig leiðtogar heims væru að svíkja hennar kynslóð með því að láta hjá líða að grípa til nægra aðgerða gegn loftslagsvánni. „Hvernig dirfist þið,“ sagði Thunberg og kvað þá hafa stolið draumum sínum og æsku með orðagjálfri. Sjálf væri hún þó heppin því fólk þjáðist nú þegar af völdum loftslagsvárinnar og væri jafnvel að deyja.

„Hún virðist vera hamingjusöm ung stúlka sem hlakkar til bjartrar og dásamlegrar framtíðar, en gaman að sjá,“ sagði Trump á Twitter og birti með myndbrot úr ræðu Thunberg.

Á innan við þremur tímum höfðu 16.000 manns brugðist við skilaboðum Trumps og vítt forsetann fyrir uppátækið. „Donald Trump níðist á saklausri ungri stúlku, en ógeðslegt,“ skrifaði twitternotandi.

Trump og Thunberg voru stutta stund í sama herbergi er þau komu bæði í höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna og hefur myndband birst í fjölmiðlum af Thunberg yggla sig og stara á forsetann.

Thunberg var spurð í síðustu viku hvort hún myndi funda með Trump og sagðist hún þá telja það ólíklegt. „Af hverju ætti hann [Trump] að vilja hitta mig; tán­ing og lofts­lagsaðgerðasinna, þegar hann trú­ir ekki á vís­ind­in sem búa að baki?“ spurði Thun­berg. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert