Forstjóri rafrettnafyrirtækis segir af sér

Öllum auglýsingum á vörum Juul verður hætt í Bandaríkjunum.
Öllum auglýsingum á vörum Juul verður hætt í Bandaríkjunum. AFP

Kevin Burns, forstjóri rafrettnafyrirtækisins Juul, hefur sagt starfi sínu lausu í kjölfar aukinnar umræðu um skaðsemi rafrettna og gagnrýni á markaðssetningu varanna. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að öllum auglýsingum á vörum Juul verði hætt í Bandaríkjunum. 

KC Crosthwaite, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá tóbaksrisanum Altria, tekur við stöðu forstjóra af Burns, en Altria á 35% hlut í Juul. 

Um 530 manns hafa veikst eft­ir notk­un á rafrett­um í Banda­ríkj­un­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá bandarískum heil­brigðis­yf­ir­völd­um. Eitt slíkt tilvik er til rannsóknar hér á landi. 

Bann við notk­un bragðefna í rafrett­um tók gildi í borg­inni Los Ang­eles ný­verið og hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti heitið því að bragðefni í rafrettum verði bannað á landsvísu. Þá hefur smásölurisinn Walmart ákveðið að hætta að selja rafrettur og varning þeim tengdan. 

Rafrett­an var sett á markað und­ir þeim for­merkj­um að hún væri skárri en síga­rett­ur­eyk­ing­ar. Bragðefn­in sem eru sett í rafrett­una inni­halda nikó­tín sem er ávana­bind­andi efni og eru sögð höfða sterkt til ung­menna. 

Alls nota yfir 3,6 millj­ón­ir banda­rískra ung­menna rafrett­ur.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert