Beittu ítrekað táragasi gegn mótmælendum

„Ekki snerta lífeyrinn minn“ stendur á skiltinu sem þessi gulvestungur …
„Ekki snerta lífeyrinn minn“ stendur á skiltinu sem þessi gulvestungur hélt á lofti í mótmælum í París dag. AFP

Lög­regla í Frakklandi beitti ít­rekað tára­gasi og vatns­byss­um til að brjóta upp mót­mæli í borg­inni Tou­lou­se í suður­hluta lands­ins í dag, en tæp­lega 1.000 gul­vestung­ar höfðu komið þar sam­an.

Einn hið minnsta var hand­tek­inn  á mót­mæl­un­um sem hóf­ust síðdeg­is í dag. Fremst­ir í flokki fóru mót­mæl­end­ur með risa­stórt skilti með áletr­un­inni „Erum leið á að þrauka. Við vilj­um lifa“. Þá kveiktu mót­mæl­end­ur í sól­skyggni fyr­ir utan McDon­alds-skyndi­bitastað í borg­inni.

Í Par­ís bættu hins veg­ar nokkr­ir gul­vestung­ar sér í raðir fólks sem mót­mælti lofts­lags­vánni, en bann hef­ur verið lagt við mót­mæl­um við Champs Elyssee-breiðgöt­una í borg­inni eft­ir að upp úr sauð í mót­mæl­um í des­em­ber í fyrra.

Franska stjórn­in kynnti í vik­unni fjár­laga­frum­varp næsta árs þar sem gert er ráð fyr­ir níu millj­arða evra skatta­lækk­un­um fyr­ir heim­il­in í land­inu. Inni í þeirri upp­hæð eru fimm millj­arða evra skatta­lækk­an­ir sem Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti hét  mót­mæl­end­um í ræðu sem hann hélt í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert