Kosningar í skugga árása

Særður karlmaður eftir árás við kjörstað í morgun.
Særður karlmaður eftir árás við kjörstað í morgun. AFP

Forsetakosningar fara fram í Afganistan í dag en útlit er fyrir litla kjörsókn. Talibanar hafa hótað hryðjuverkum gegn kjósendum og í morgun bárust strax tilkynningar vegna sprenginga nærri kjörstöðum skömmu eftir að þeir voru opnaðir í morgun.

Að minnsta kosti 20 eru særðir eftir árásir í morgun.

Talíbanar gerðu fjölda árása í aðdraganda kosninganna og talið er að hótanir og árásir þeirra dragi úr vilja fólks til að koma á kjörstað.

Mörg þúsund hermenn eru þó við kjörstaði til að verja óbreytta borgara.

Ashraf Ghani, núverandi forseti, sækist eftir endurkjöri. Langan tíma tekur að safna saman atkvæðum og talið er að niðurstöður kosninganna liggi fyrir eftir um það bil viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert