Krefja Pompeo um gögn vegna Úkraínu

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, barst í gær skipun þess efnis að færa þingnefnd gögn vegna samskipta Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. Pompeo hefur viku til að afhenda gögnin.

Stefnan er hluti af rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum brotum DonaldsTrumps Bandaríkjaforseta í embætti. 

Áður hefur verið greint frá því að Hvíta húsið reyndi að koma í veg fyrir að samtal Trumps við Volodimír Zelenskí Úkraínu­for­seta liti dags­ins ljós með því að fá það vistað með há­leyni­leg­um skjöl­um. Í sam­tali for­set­anna reyn­ir Trump að fá Zelenskí til að taka Joe Biden, fyrr­ver­andi vara­for­seta Banda­ríkj­anna og nú­ver­andi for­setafram­bjóðanda, til rann­sókn­ar.

Stefnan er send Pompeo vegna þess að hann hafi hingað til hunsað beiðnir nefndanna um afhendingu gagna. 

Auk Pompeos ætla nefndirnar þrjár sér að kalla fimm embættismenn til vitnis. Þeirra á meðal er Kurt Volker, erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, en hann sagði starfi sínu lausu í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert