Leyna fleiri samtölum

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Putin forseti Rússlands.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Putin forseti Rússlands. AFP

Hvíta húsið hef­ur reynt að tak­marka aðgengi að sam­töl­um Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta við fleiri er­lenda þjóðhöfðingja en for­seta Úkraínu. Sam­kvæmt frétt­um fjöl­miðla vest­an­hafs fengu ein­ung­is ör­fá­ir út­drátt sam­tala við Vla­dimír Pútín, for­seta Rúss­lands, og Mohammed bin Salm­an, krón­prins Sádi-Ar­ab­íu.

Sam­kvæmt frétt CNN eru sam­töl við áður­nefnda um­deilda þjóðhöfðingja meðal þeirra sem emb­ætt­is­menn í Hvíta hús­inu eru sagðir hafa stungið und­ir stól.

Heim­ild­ir CNN herma að emb­ætt­is­menn sem venju­lega fá að sjá út­drætti af sam­töl­um for­set­ans hafi ekki fengið nein­ar upp­lýs­ing­ar eft­ir sam­tal Trumps og Mohammeds. 

Emb­ætt­is­menn í Hvíta hús­inu hafa áður svitnað yfir því hversu vina­leg­ur Trump er við Pútín. Þar er til að mynda vísað til þess að Trump hafi óskað Pútín til ham­ingju skömmu eft­ir kosn­ing­ar í Rússlandi. Starfs­fólk Hvíta húss­ins hafði þá skrifað minn­ismiða fyr­ir Trump en á hon­um var skýrt tekið fram að ekki ætti að óska Pútín til ham­ingju.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert