Mismunun í umönnun kostar konur lífið

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru mítur um að hjartasjúkdómar og hjartaáföll …
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru mítur um að hjartasjúkdómar og hjartaáföll herji eingöngu á karla langlífar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Konur sem fá hjartaáföll deyja gjarnan að óþörfu vegna þess að þær þekkja ekki einkennin og fá lélegri meðferð en karlar innan heilbrigðiskerfisins.

Þetta eru niðurstöður rannsóknar bresku hjartasamtakanna, þar sem fram kemur að á tíu ára tímabili hafi 8.000 konur í Englandi og Wales að óþörfu látist í kjölfar hjartaáfalls.

Sérfræðingar á vegum samtakann segja að mismununar gæti í sjúkdómsgreiningu, meðferð og eftirfylgni. „Ómeðvituð hlutdrægni dregur úr lífslíkum kvenna,“ segir í rannsókninni.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru mítur um að hjartasjúkdómar og hjartaáföll herji eingöngu á karla langlífar og koma í veg fyrir að konur séu meðvitaðar um áhættuna, og gerir þær jafnframt tregari til þess að leita sér læknisaðstoðar.

Þá segir að það sé misskilningur að einkenni hjartaáfalls séu mjög ólík hjá konum og körlum. Þrátt fyrir að einkenni geti verið mismunandi á milli einstaklinga sé verkur fyrir brjósti algengasta einkenni hjartaáfalls hjá bæði körlum og konum.

Þá geti ungar konur einnig orðið fyrir hjartaáföllum og að þá áhættu þurfi að taka alvarlega.

„Karlasjúkdómur“

Miklar framfarir hafa orðið í meðferðum vegna hjartaáfalla, en árið 1960 létust sjö af hverjum tíu sem fengu áfallið. Í dag eru það hins vegar svo að sjö af hverjum tíu sem fá hjartaáfall lifa það af.

„En konur eru að missa af,“ segir dr. Sonya Babu-Narayan, yfirsérfræðingur hjá bresku hjartasamtökunum. Hún segir að aldrei hafi verið hægt að takast betur á við hjartaáföll.

„Konur eru samt sem áður að deyja að óþörfu vegna þess að hjartaáföll eru álitin karlasjúkdómur og konur fá ekki sömu meðferð og karlar.“

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert