Ár frá morðinu á Jamal Khashoggi

Minnisvarði um sádiarabíska blaðamanninn Jamal Khashoggi var afhjúpaður við minningarathöfn …
Minnisvarði um sádiarabíska blaðamanninn Jamal Khashoggi var afhjúpaður við minningarathöfn um hann sem fram fór í Istanbúl í dag. Ár er liðið frá því hann var myrtur á ræðismanns­skrif­stofu Sádi-Ar­ab­íu í Istanbúl í Tyrklandi af sádiar­ab­ísk­um út­send­ur­um. AFP

Bænastund var haldin til minningar um sádi­ar­ab­íska blaðamanninn Jamal Khashogg­i í Istanbúl í dag. Ár er liðið frá því hann var myrtur á ræðismannsskrif­stofu Sádi-Ar­ab­íu í Ist­an­b­úl í Tyrklandi af sádiar­ab­ísk­um út­send­ur­um. Lík hans hefur enn ekki fundist. 

Hatice Cengiz, unnusta Khasoggis, var á meðal þeirra sem sátu athöfnina, en þar mátti einnig sjá Jeff Bezos, forstjóra Amazon, og einn eigenda Washington Post. 

Sádi­ar­ab­ísk yf­ir­völd veittu í upp­hafi marg­ar mögu­leg­ar skýr­ing­ar á hvarfi Khashogg­is áður en sú skýr­ing var gef­in að hann hefði verið myrt­ur af sádi­ar­ab­ísk­um emb­ætt­is­mönn­um sem hefðu tekið mál­in í eig­in hend­ur. Khashoggi hefði svo lát­ist eft­ir að til átaka kom inni á ræðismanns­skrif­stof­unni.

Krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, tók fulla ábyrgð á morðinu í sjónvarpsviðtali síðastliðinn sunnudag en þvertók fyrir að hafa fyrirskipað morðið. 



Í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í júní er fullyrt að Sádi-Ar­ab­ía beri ábyrgð á morðinu og að rann­saka þurfi þátt krón­prins­ins.

Þær lýsingar sem fram hafa komið á morðinu eru afar ógeðfelldar. Tyrkneska blaðið Sabah greindi til að mynda frá því í síðasta mánuði að lokaorð Khashogg­is hafi verið að biðja morðingja sína að hylja ekki munn sinn af því hann væri með ast­ma og gæti kafnað. Blaðið birti nýtt af­rit af upp­tök­um af sam­ræðum Khashogg­is við liðsmenn sádi­ar­ab­íska teym­is­ins sem var sent til að drepa hann.

„Ekki hylja munn­inn á mér,“ sagði Khashoggi. „Ég er með ast­ma. Ekki gera það. Þið munið kæfa mig.“

Alls hafa 11 manns verið sett á bak við lás og slá í tengsl­um við morðið á Khashoggi. Þar af hef­ur verið farið fram á dauðarefs­ingu yfir fimm þeirra. Réttað hef­ur verið yfir þeim fyr­ir lukt­um dyr­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert