Fær Greta Nóbelinn?

Greta Thunberg er 16 ára sænskur aðgerðasinni.
Greta Thunberg er 16 ára sænskur aðgerðasinni. AFP

Sér­fræðing­ar fara var­lega í all­ar full­yrðing­ar en veðmang­ar­ar veðja á Gretu Thun­berg og lofts­lags­bar­áttu henn­ar þegar kem­ur að friðar­verðlaun­um Nó­bels. Til­kynnt verður um hand­hafa verðlaun­anna í næstu viku.

Tveir ein­stak­ling­ar munu hljóta bók­mennta­verðlaun­in í ár þar sem veit­ingu verðlaun­anna var frestað í fyrra vegna hneykslis­máls tengdu dóm­nefnd­inni. 

Þrátt fyr­ir meðbyr Gretu Thun­berg í veðbönk­um er afar erfitt að segja til um hvort hún eigi mögu­leika því list­inn yfir þá sem koma til greina er ekki birt­ur op­in­ber­lega. Síðast en ekki síst deila sér­fræðing­ar um hvort það sé bein teng­ing á milli lofts­lags og vopnaðra átaka. Til­kynnt verður um friðar­verðlaun­in í Ósló 11. októ­ber. 

Dag­inn áður er aft­ur á móti von á til­kynn­ingu frá sænsku nó­bels­verðlauna­aka­demí­unni um hand­hafa bók­mennta­verðlauna Nó­bels. Í fyrra var tikynnt um að eng­in bók­mennta­verðlaun yrðu af­hent það árið en bók­mennta­verðlaun Nó­bels voru fyrst af­hent árið 1901. Þetta er í fyrsta sinn frá því að seinni heims­styrj­öld­inni lauk að verðlaun­in eru ekki af­hent. Sjö sinn­um hef­ur ekki verið hægt að veita verðlaun­in á til­sett­um tíma, en í þau skipti voru þau af­hent síðar.  

Allt hófst þetta með #MeT­oo-her­ferðinni í nóv­em­ber 2017 en þá birti sænska dag­blaðið Dagens Nyheter frá­sagn­ir átján kvenna sem sökuðu Jean-Clau­de Arnault, sem verið hef­ur mjög áhrifa­mik­ill í sænsku bók­mennta­lífi um ára­bil, um að hafa nauðgað þeim, beitt þær kyn­ferðis­legu of­beldi eða áreitt þær kyn­ferðis­lega. 

Arnault er kvænt­ur skáld­kon­unni Kat­ar­inu Frosten­son (val­in inn í aka­demí­una 1992). Þau hjón­in hafa um langt ára­bil rekið bók­mennta­klúbb­inn For­um, sem þau eiga, og notið góðs af fjár­fram­lög­um frá aka­demí­unni.

Tveim­ur dög­um eft­ir að lög­regl­an hóf rann­sókn á ásök­un­um kvenn­anna í des­em­ber sleit Sænska aka­demí­an öll tengsl sín við Arnault.

Meðal þeirra sem eru nefnd sem mögu­leg­ir hand­haf­ar í ár er pólska skáld­kon­an Olga Tok­arczuk, Ngugi Wa Thi­ong'o frá Kenýa, Ismail Kadare frá Alban­íu,  Joyce Carol Oa­tes frá Banda­ríkj­un­um og Har­uki Murakami frá Jap­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert