Flengingar verða lögbrot

Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands í heimsókn á leikskóla þar í …
Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands í heimsókn á leikskóla þar í landi. AFP

Skot­land verður fyrsta landið á Bret­lands­eyj­um til að banna lík­am­leg­ar refs­ing­ar gegn börn­um, verði frum­varp þessa efn­is að lög­um síðar í dag. Þar með yrðu Skot­ar 58. landið í heim­in­um til að setja slík lög. Lög sem banna að börn séu beitt lík­am­leg­um refs­ing­um hafa verið í gildi hér á landi frá 2009.

Í frétt breska rík­is­út­varps­ins, BBC, seg­ir að sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um megi for­eldr­ar og þeir sem sjái um börn megi nota „rétt­læt­an­legt lík­am­legt afl"  til að aga börn, en lík­am­leg­ar refs­ing­ar í skól­um og öðrum mennta­stofn­un­un­um hafa verið ólög­leg­ar um skeið. Hægt verður að sækja for­eldra til saka fyr­ir að beita börn lík­am­leg­um refs­ing­um. Lög­in hafa verið kynnt und­ir slag­orðinu „Hugs not hits“ og hafa kann­an­ir sýnt að meiri­hluti Skota er á móti þeim, m.a. á þeim for­send­um að með þeim sé verið að glæpa­væða hegðun góðra for­eldra sem séu að reyna sitt besta.

Með laga­breyt­ing­unni er börn­um veitt sama vernd gegn of­beldi og full­orðnu fólki, en bú­ist er við því að lög­in verði samþykkt með mikl­um meiri­hluta þing­manna. Í frétt BBC eru þær refs­ing­ar til­tekn­ar sem lög­in ná yfir, en þær eru m.a. rass­skell­ing­ar, löðrung­ar, spörk, klór og að klípa og bíta, rífa í hár og slá á eyru. Þá mun einnig varða við lög að láta börn standa í óþægi­leg­um stell­ing­um og neyða þau til að inn­byrða það sem þau ekki vilja.

Í frétt BBC seg­ir að Svíþjóð hafi verið fyrsta landið í heim­in­um til að banna lík­am­leg­ar refs­ing­ar gegn börn­um, en það var árið 1979.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert