Hröð þróun í gerð eldflauga

AFP

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa staðfest að skotið hafi verið á loft nýrri gerð eldflauga í gær og að hægt sé að skjóta þessari gerð frá kafbát.

Um er að ræða eldflaugar sem geta borið kjarnavopn. Mikil þróun hefur átt sér stað í framleiðslu á eldflaugum í Norður-Kóreu að undanförnu en þetta er ellefta tilraunaskot ríkisins á árinu.

Samkvæmt yfirvöldum í Suður-Kóreu náði eldflaugin 910 km hæð áður en hún lenti um 450 km frá skotstaðnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert