Jarðsprengjur granda á degi hverjum

Barn í Sýrlandi. Að minnsta kosti 173 óbreyttir borgarar, þar …
Barn í Sýrlandi. Að minnsta kosti 173 óbreyttir borgarar, þar af 41 barn, hafa látist af völdum jarðsprengja í Sýrlandi það sem af er þessu ári. AFP

Að minnsta kosti 173 óbreyttir borgarar, þar af 41 barn, hafa látist af völdum jarðsprengja í Sýrlandi það sem af er þessu ári. A.m.k. 40 létust er þau voru í sveppaleit. Flestir þeirra, sem koma að átökunum í landinu, hafa komið sprengjunum fyrir bæði í þéttbýli og í dreifbýli og meira en tíu milljónir manna búa á svæðum þar sem jarðsprengjum hefur verið komið fyrir.

„Á hverjum degi deyja óbreyttir borgarar eða örkumlast fyrir lífstíð vegna jarðsprengja eða annarra sprengja,“ hefur fréttastofan AFP eftir talsmanni Sameiningarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA).  „Líklega munu tveir af hverjum þremur, sem lifa af slíkar sprengingar, búa við varanleg örkuml.“

Landsprengjuhreinsun Sameinuðu þjóðanna (UNMAS) segir að jarðsprengjur séu sérstök ógn við börn. Þær hamli því líka að fólk, sem flúið hefur heimili sín vegna átaka í landinu, snúi aftur til síns heima. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka