Musk réð einkaspæjara til að rannsaka „barnaperrann“

Samkvæmt fréttinni borgaði Musk manni að nafni James Howard-Higgins 50 …
Samkvæmt fréttinni borgaði Musk manni að nafni James Howard-Higgins 50 þúsund Bandaríkjadali, jafnvirði um 6 milljóna króna, fyrir að rannsaka Unsworth. AFP

Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Elon Musk réð einkaspæjara til þess að rannsaka breska kafarann Vernon Unsworth, sem tók þátt í björgun 12 taílenskra drengja úr helli í júlí í fyrra og Musk hefur ítrekað kallað barnaperra og jafnvel barnanauðgara án þess að leggja fram neitt máli sínu til stuðnings.

Þetta kemur fram í umfjöllun Buzzfeed News. Samkvæmt fréttinni borgaði Musk manni að nafni James Howard-Higgins 50 þúsund Bandaríkjadali, jafnvirði um 6 milljóna króna, fyrir að rannsaka Unsworth.

Howard-Higgins er sjálfskipaður einkaspæjari og dæmdur glæpa- og fjársvikamaður.

Allt hófst þetta þegar Musk bauð björgunaraðilum í Taílandi afnot af litlum kafbáti. Aðstoð hans var hins vegar afþökkuð og var haft eftir Unsworth að kafbátur Musk hefði „al­gjör­lega ekk­ert gagn getað gert“ við þær aðstæður sem uppi voru á vett­vangi.

„al­gjör­lega ekk­ert gagn getað gert“ við þær aðstæður sem uppi voru á vett­vangi.

Musk svaraði fyrir sig á Twitter og kallaði Unsworth barnaníðing án þess að færa rök fyrir orðum sínum. Skömmu síðar baðst hann afsökunar á ummælunum en kallaði hann svo enn og aftur barnanauðgara í bréfi sem hann sendi fjölmiðlum. Unsworth hefur höfðað meiðyrðamál á hendur Musk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert