Myndband var afhjúpað á dögunum þar sem hvítur lögreglumaður og hvít lögreglukona í Texas handtóku svartan mann sem kljáist við andleg veikindi og teymdu hann niður götu með reipi á meðan þau sátu á hestbaki.
Mynd af athæfinu hafði áður vakið mikla reiði og lögregluyfirvöld í Texas báðust afsökunar á athæfinu í kjölfarið.
Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, segir lögreglumaðurinn „þetta mun líta svo illa út“ og svo hlær hann að aðförunum.
Lögreglufulltrúarnir starfa í borginni Galveston og í myndbandinu sjást þeir handtaka hinn 43 ára gamla Donald Neely þriðja ágúst síðastliðinn.
Nelly var áður heimilislaus en hann á við andlega erfiðleika að stríða. Hann segir lögreglufulltrúunum ítrekað í myndbandinu að hann skammist sín ekki fyrir það hvernig farið sé með hann.