Viðskiptaárás, segja Danir

Flugvél Airbus.
Flugvél Airbus. AFP

Fransk­ir myglu­ost­ar. Viskí frá Skotlandi. Bresk­ur ullarfatnaður og svína­kjöt frá Dan­mörku. Þetta eru örfá dæmi um þær vör­ur sem banda­rísk stjórn­völd hyggj­ast leggja inn­flutn­ing­stolla á í kjöl­far ákvörðunar Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar WTO í gær um að heim­ilt væri að leggja slíka tolla á vegna þess sem úr­sk­urðað hef­ur verið sem ólög­leg­ar niður­greiðslur til franska flug­véla­fram­leiðand­ans Air­bus.

Þær vör­ur, sem toll­arn­ir verða lagðir á eru tí­undaðar á lista, sem USTR, viðskipta­full­trúi Banda­ríkja­stjórn­ar, hef­ur gefið út og nema gjöld­in 25%, nema á flug­vél­ar frá Frakklandi, Þýskalandi, Spáni og Bretlandi þar sem gjöld­in eru 10%. Ákvörðunin á að taka gildi 18. októ­ber.

Á list­an­um eru m.a. svína­kjöt og ost­ar af ýms­um teg­und­um frá lönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins, jóg­úrt og smjör, ávext­ir og ólíf­ur. Þá er þar að finna papp­ír  og prent­verk frá Þýskalandi og Bretlandi.

Þung­ar áhyggj­ur í Skotlandi

Þessi aðgerð hef­ur vakið hörð viðbrögð evr­ópskra fjöl­miðla. T.d. seg­ir Peter Thagesen hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins, Dansk Industri, í Dan­mörku í viðtali við danska dag­blaðið Politiken að um „viðskipta­árás“ sé að ræða. Þar eru lík­ur leidd­ar að því að þessi aðgerð kunni að kosta dansk­an út­flutn­ingsiðnað um 700 millj­ón­ir danskra króna. „Ég á erfitt með að sjá hvers vegna Arla og og Dan­ish Crown (sem fram­leiða mjólk­ur- og land­búnaðar­vör­ur) þurfa að líða fyr­ir ólög­lega rík­is­styrki til fransks flug­véla­fram­leiðanda. En svona virka víst viðskipta­stríð,“ seg­ir Thagesen.

Viskí.
Viskí.

Í viðtali við Breska rík­is­út­varpið, BBC, lýs­ir Kar­en Betts, sem er formaður Sam­taka viskífram­leiðenda í Skotlandi, yfir þung­um áhyggj­um vegna þess­ar­ar ákvörðunar. „Þetta er al­var­legt ástand fyr­ir viskífram­leiðsluna,“ seg­ir hún. „Und­an­far­in 25 ár hafa eng­ir toll­ar verið lagðir á út­flutn­ing okk­ar til Banda­ríkj­anna, þannig að þetta er þungt högg.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert