Bandaríkin styðji ekki hernað Tyrkja í Sýrlandi

„Að öðru leyti er engin breyting á hernaði okkar í …
„Að öðru leyti er engin breyting á hernaði okkar í norðausturhluta [Sýrlands].“ AFP

Varnarmálastofnun Bandaríkjanna segir Bandaríkin ekki styðja hernaðaraðgerðir Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Þvert á móti hafi þau komið Tyrkjum í skilning um að slíkar aðgerðir myndu draga úr stöðugleika á svæðinu.

Þá hefur háttsettur embættismaður í sendiráði Bandaríkjanna sagt að mjög lítill hluti hermanna Bandaríkjahers verði fluttur frá svæðinu og það mjög stutta vegalengd. „Að öðru leyti er engin breyting á hernaði okkar í norðausturhluta [Sýrlands].“

„Þurrkar út“ efnahag Tyrkja fari þeir yfir strikið

Í kjölfar símtals Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í gær tilkynnti sá fyrrnefndi að Bandaríkjaher yrði kallaður frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. 

Forsetinn hefur hlotið mikla gagnrýni, jafnvel frá eigin stuðningsmönnum, vegna ákvörðunarinnar og er sakaður um að leggja örlög kúrda, aðalbandamenn Bandaríkjahers í stríðinu gegn Ríki íslams í Sýrlandi, í hendur Tyrkja, sem álíta þá hryðjuverkamenn.

Í svari við gagnrýninni á Twitter blæs Trump hins vegar á áhyggjur gagnrýnenda og fullyrðir að ef Tyrkir gangi of langt í aðgerðum sínum muni hann þurrka út efnahag landsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert