Gyðingahatur líklega ástæða árásarinnar

Árásarmaðurinn reyndi að ráðast inn í samkunduhúsið þar sem tugir …
Árásarmaðurinn reyndi að ráðast inn í samkunduhúsið þar sem tugir gyðinga voru saman komnir. AFP

Árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana skammt frá samkunduhúsi gyðinga í þýsku borginni Halle í dag tók árásina upp og deildi á tölvuleikjavefsíðu. Myndefnið er sagt benda sterklega til þess að gyðingahatur hafi verið ástæða árásarinnar.

Samkvæmt heimildum Spiegel er árásarmaðurinn 27 ára gamall maður að nafni Stephan B.

Merkel heimsótti sýnagógu í Berlín til þess að sýna gyðingum …
Merkel heimsótti sýnagógu í Berlín til þess að sýna gyðingum samstöðu í kjölfar árásarinnar. AFP

Hann reyndi að ráðast inn í samkunduhúsið þar sem tugir gyðinga voru saman komnir. Þegar hann komst ekki þar inn skaut hann vegfaranda í kirkjugarði og svo gest á kebabstað í nágrenni sýnagógunnar.

Árásarmaðurinn var handtekinn skömmu síðar og var íbúum í Halle bent á að halda sig innandyra í nokkrar klukkustundir eftir árásina. Neyðarástandinu hefur nú verið aflétt og ríkissaksóknari Þýskalands hefur tekið við rannsókninni sökum alvarleika málsins.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur fordæmt árásina og heimsótti sýnagógu í Berlín í dag til þess að sýna gyðingum stuðning.

Árásarmaðurinn reyndi að ráðast inn í samkunduhúsið þar sem tugir …
Árásarmaðurinn reyndi að ráðast inn í samkunduhúsið þar sem tugir gyðinga voru saman komnir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka