Fleiri falla í árásum Tyrkja

Hernaðaraðgerðir Tyrkja halda áfram og í dag umkringdu tyrkneskar hersveitir …
Hernaðaraðgerðir Tyrkja halda áfram og í dag umkringdu tyrkneskar hersveitir landamærabæina Ras al-Ain og Tal Abyad. AFP

Að minnsta kosti 11 óbreyttir borgarar hafa fallið og 28 eru alvarlega særðist eftir átök á landamærum Sýrlands og Tyrklands frá því að Tyrk­ir hófu loft­hernað og sprengju­árás­ir á yf­ir­ráðasvæði Kúrda í norðan­verðu Sýr­landi á miðvikudag. 

Loftárásin var gerð til að auðvelda inn­rás sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti greiddi fyr­ir með því að fyr­ir­skipa að banda­rísk­ir her­menn yrðu flutt­ir af svæðinu um helg­ina.

Að minnsta kosti einn tyrkneskur hermaður hefur látið lífið í átökunum. 

Tugþúsund­ir al­mennra borg­ara eru á flótta und­an árás­um Tyrkja á bæi í norður­hluta Sýr­lands. Neyðar­fund­ur var hald­inn í ör­ygg­is­ráði Sam­einuðu þjóðanna í gær vegna hernaðar Tyrkja en hann hef­ur verið for­dæmd­ur af nán­ast öll­um ríkj­um heims.

Hernaðaraðgerðir Tyrkja halda hins vegar áfram og í dag umkringdu tyrkneskar hersveitir landamærabæina Ras al-Ain og Tal Abyad.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert