Að minnsta kosti 11 óbreyttir borgarar hafa fallið og 28 eru alvarlega særðist eftir átök á landamærum Sýrlands og Tyrklands frá því að Tyrkir hófu lofthernað og sprengjuárásir á yfirráðasvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi á miðvikudag.
Loftárásin var gerð til að auðvelda innrás sem Donald Trump Bandaríkjaforseti greiddi fyrir með því að fyrirskipa að bandarískir hermenn yrðu fluttir af svæðinu um helgina.
Að minnsta kosti einn tyrkneskur hermaður hefur látið lífið í átökunum.
Tugþúsundir almennra borgara eru á flótta undan árásum Tyrkja á bæi í norðurhluta Sýrlands. Neyðarfundur var haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær vegna hernaðar Tyrkja en hann hefur verið fordæmdur af nánast öllum ríkjum heims.
Hernaðaraðgerðir Tyrkja halda hins vegar áfram og í dag umkringdu tyrkneskar hersveitir landamærabæina Ras al-Ain og Tal Abyad.