Stöðva vopnaútflutning til Tyrklands

Hollendingar eru hættir að selja Tyrkjum vopn.
Hollendingar eru hættir að selja Tyrkjum vopn. AFP

Stjórnvöld í Hollandi hafa ákveðið að að hætta vopnaútflutningi til Tyrklands í kjölfar innrásar þarlendra hersveita í í norðurhluta Sýrlands gegn Kúrdum.

Fram kemur í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Hollands að þessi ákvörðun hafi verið tekin en áfram verði fylgst með framvindu mála.

Áður hafði Sigrid Kaag, utanríkisráðherra Hollands, greint frá því á þinginu í gær að óskum Tyrkja um hernaðargögn yrði hafnað nema sannað yrði að þau yrðu ekki notuð í innrásinni í Sýrland.

Stjórnvöld í Noregi og Finnlandi hafa tilkynntu í gær að þau hefðu stöðvað útflutning á vopnum til Tyrklands vegna innrásarinnar inn í Sýrland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert