Þjóðverjar ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn eða annan búnað sem gæti verið nýttur í hernaði Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi, samkvæmt því sem Heiko Maas utanríkisráðherra landsins segir.
Í viðtali við sunnudagsblað Bild lýsir hann því yfir að vegna aðgerða Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands muni ríkisstjórnin ekki veita nein ný leyfi til útflutnings á hernaðargögnum til Tyrklands.
Fleiri ríki hafa ákveðið að stíga þetta sama skref, þeirra á meðal Holland, Noregur og Finnland.