Lögreglan selur fíkniefni

Oscar Albayalde og Rodrigo Duterte.
Oscar Albayalde og Rodrigo Duterte. AFP

Rík­is­lög­reglu­stjóri Fil­ipps­eyja, sem stýr­ir bar­átt­unni gegn fíkni­efn­um, neydd­ist til þess að segja af sér í dag þar sem hann ligg­ur und­ir grun um að hafa haldið hlífðar­skildi yfir lög­reglu­mönn­um sem selja fíkni­efni sem lagt hef­ur verið hald á.

Þrátt fyr­ir að málið nái mun lengra aft­ur en frá því Oscar Al­bayalde tók við embætt­inu hef­ur það ýtt und­ir nýja gagn­rýni á vinnu­brögð for­seta lands­ins, Rodrigo Duterte, hvað varðar bar­átt­una gegn fíkni­efn­um. Sú bar­átta hef­ur skilað hon­um mikl­um vin­sæld­um meðal al­menn­ings í land­inu.

Aft­ur á móti hafa aðferðir Duterte verið harðlega gagn­rýnd­ar af alþjóðasam­fé­lag­inu ekki síst fyr­ir að lög­regl­an er sökuð um að hafa drepið þúsund­ir fíkni­efna­sala og -not­enda frá því um mitt ár 2016.

Al­bayalde sagði af sér í kjöl­far þess að tveir fyrr­ver­andi yf­ir­menn í lög­regl­unni tengdu hann við mál frá ár­inu 2013. Lög­regl­an gerði í því til­viki hús­leit skammt frá höfuðborg lands­ins, Manila, og lagði hald á mikið magn af metam­feta­míni sem hún síðan seldi.

Ann­ar þeirra sagði að Al­bayalde hefði verndað þá svo ekki kæm­ist upp um þá og hinn sagði að Al­bayalde hefði þegið hluta ágóðans. 

Al­bayalde, sem var á þess­um tíma yf­ir­maður lög­regl­unn­ar í þessu héraði, neit­ar að hafa brotið af sér. Hann átti að fara á eft­ir­laun í nóv­em­ber en hann hef­ur verið rík­is­lög­reglu­stjóri frá því í apríl 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert