Rússar koma sér fyrir í eldlínunni

Stjórnarher al-Assad Sýrlandsforseta hefur m.a. komið sér fyrir í borginni …
Stjórnarher al-Assad Sýrlandsforseta hefur m.a. komið sér fyrir í borginni Manbij í norðausturhluta Sýrlands. AFP

Rússnesk stjórnvöld hafa heitið því að koma í veg fyrir bein átök herja Tyrklands og Sýrlands í norðausturhluta þess síðarnefnda og hefur rússneski herinn því komið sér fyrir á milli þeirra.

„Það yrði algerlega óásættanlegt [...] og þess vegna munum við ekki leyfa það, auðvitað,“ segir sérfræðingur Rússastjórnar í málefnum Sýrlands.

Rússar eru aðalbandamenn stjórnarhers al-Assad Sýrlandsforseta, sem hefur komist að samkomulagi við Kúrda, sem Tyrkir herja nú á í norðausturhluta Sýrlands, og veita þeim nú liðsstyrk á helstu vígstöðvum.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert